Stoke kaupir Charlie Adam frá Liverpool

Adam færir sig um set.
Adam færir sig um set. Reuters

Skoski miðjumaðurinn Charlie Adam er genginn í raðir Stoke frá Liverpool en hann gekkst undir læknisskoðun hjá félaginu í dag og skrifaði í kjölfarið undir fjögurra ára samning.

Adam var keyptur til Liverpool síðasta sumar eftir frábæra frammistöðu með Blackpool í úrvalsdeildinni árið áður. Hann náði þó ekki að heilla marga á Anfield.

„Ég er hæstánægður með að vera kominn hingað og vonandi get ég hjálpað liðinu að ná enn betri árangri en það hefur náð á undanförnum árum,“ segir Charlie Adam á heimasíðu Stoke.

mbl.is