Shaw: Ekki í nógu góðu formi

Luke Shaw í leik gegn Inter í gær.
Luke Shaw í leik gegn Inter í gær. AFP

Luke Shaw, varnarmaður Manchester United sem gekk til liðsins fyrr í sumar segir að ummæli Louis van Gaal um líkamlegt atgervi hans sé rétt. Van Gaal sagði á blaðamannafundi að það skorti verulega upp á formið hjá bakverðinum unga.

Manchester liðið er að vinna með svokallað 3-5-2 kerfi en í því eru notast við svokallaða sóknarbakverði sem þurfa hlaupa meira en meðalleikmaðurinn. Luke Shaw er í þeirri stöðu en van Gaal notaðist við þetta leikkerfi með hollenska landsliðið á HM í Brasilíu nýverið.

„Til þess að spila í þessu leikkerfi þarftu að vera í formi. Ég er í formi en ekki í eins góðu formi og hann[Gaal] krefst. Ég þarf að koma mér í betra form til þess að komast upp og niður kantinn, ég þarf að vinna í þessu,“ sagði Shaw.

Shaw segist ekki hafa búist við því að æfa með Manchester yrði erfiðara.

„Ég bjóst ekki við því að þetta yrði mikið erfiðara. Það voru mistök,“ sagði Shaw sem kom inn á sem varamaður í 0:0 jafntefli liðsins gegn Inter í æfingaleik í Bandaríkjunum í gær. Ítalska liðið sigraði í vítaspyrnukeppni 5:3.

mbl.is

Bloggað um fréttina