Mexíkanahattur, sólgleraugu og „flip-flops“

Steve Evans.
Steve Evans. Ljósmynd/themillers.co.uk

Steve Evans knattspyrnustjóri Kára Ársælssonar hjá Rotherham er afar skrautlegur náungi en hann verður væntanlega ennþá skrautlegri á hliðarlínunni þegar að Rotherham heimsækir Leeds á Elland Road 2. maí.

Rotherham vann í gærkvöld Reading og tryggði sér þar með áframhaldandi veru í ensku B-deildinni en liðið kom upp sem nýliði í deildina síðasta haust.

Evans var afar hress í viðtölum í gær eftir leik og lofaði því að mæta í strandklæðnaði á hliðarlínuna þegar hann stýrir Rotherham gegn Leeds í lokaumferðinni.

„Ef þú færð nógu mörg tíst frá stuðningsmönnum í landinu, sem krefjast þess að að fá að hlæja að mér í stuttbuxum, stuttermabol, með mexíkanahatt og í sandölum (e. flip-flop), þá mæti ég þannig á laugardag í Leeds, því get ég lofað þér,“ sagði Evans.

Sjá einnig: Njóttu C-deildarinnar og haltu þér saman

Uppgangur Kára og félaga hefur verið ótrúlegur undanfarin ár en liðið spilaði í ensku D-deildinni tímabilið 2012-2013 og fór beinustu leið upp úr C-deildinni árið eftir.

Steve Evans er mikill stuðpinni:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert