Benítez vill fá Sterling með sér til Real Madrid

Raheem Sterling.
Raheem Sterling. AFP

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Rafael Benítez verði næsti þjálfari spænska liðsins Real Madrid í stað Carlo Ancelotti sem var rekinn um síðustu helgi.

Enskir fjölmiðlar gera því skóna í kvöld að fyrsti leikmaðurinn sem Benítez ætli að fá sé Raheem Sterling leikmaður Liverpool en þegar Benítez var við stjórnvölinn hjá Liverpool árið 2010 átti hann stóran þátt í því að fá Sterling til félagsins.

Sterling hafnaði á dögum nýjum samningi við Liverpool sem átti að tryggja honum 90 þúsund pund í vikulaun.

mbl.is