Klopp leigir hús Brendans Rodgers

Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. AFP

Nokkrum dögum eftir að hafa tekið við starfi Brendans Rodgers sem knattspyrnustjóri Liverpool er Jürgen Klopp að flytja inn í hús sem Rodgers á í Liverpool.

Klopp ætlar að leigja villuna sem Rodgers á en hún er metin á 1,2 milljónir punda sem jafngildir 230 milljónum íslenskra króna. Að því er fram kemur í frétt enska blaðsins Daily Mail hefur Klopp samþykkt að greiða Rodgers 4 þúsund pund á mánuði fyrir leiguna eða 770 þúsund íslenskar krónur.

Klopp er hægt og bítandi að koma sér inn í hlutina í bítlaborginni en fyrsti leikur Liverpool undir hans stjórn verður í hádeginu á laugardaginn þegar liðið sækir Tottenham heim á White Hart Lane.

mbl.is