Bale að ókyrrast og United á tánum?

Gareth Bale er ekki sáttur við að missa Rafael Benítez.
Gareth Bale er ekki sáttur við að missa Rafael Benítez. AFP

Velski knattspyrnumaðurinn Gareth Bale er sagður óhress með gang mála hjá Real Madrid í dag þegar Rafael Benítez var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra og það hefur opnað á ný fyrir vangaveltur um að Manchester United reyni að fá hann til liðs við sig.

The Times segir að Bale og Benítez hafi náð mjög vel saman og Walesbúinn sé ákaflega ósáttur við að hann sé horfinn á braut hjá félaginu. Fyrir vikið sé hann að velta framtíðinni fyrir sér og það muni án efa ýta við Manchester United sem lengi hafi haft augastað á að fá hann í sínar raðir.

Real Madrid keypti Bale af Tottenham árið 2013 fyrir 85 milljónir punda og hann er þar með dýrasti knattspyrnumaður sögunnar. Hann hefur skorað 37 mörk í 71 leik fyrir liðið í spænsku 1. deildinni og alls 48 mörk í 107 leikjum í öllum mótum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert