Gerrard líst vel á Guardiola

Gerrard hlakkar til að fá Guardiola til Englands.
Gerrard hlakkar til að fá Guardiola til Englands. AFP

Fyrrverandi fyrirliði Liverpool, Steven Gerrard, er spenntur fyrir því að Pep Guardiola stýri liði í ensku úrvalsdeildinni. Guardiola ætlar að yfirgefa Bayern München eftir tímabilið og heldur Spánverjinn til Englands.

„Guardiola er knattspyrnustjóri í heimsklassa. Eins og staðan er núna þá er útlit fyrir að hann sé á leið til Englands og það er frábært fyrir okkur,“ sagði Gerrard.

Guardiola, sem er 45 ára, hefur sjálfur sagt að hann vilji nýja áskorun og kynnast nýrri menningu. Þess vegna yfirgefi hann München eftir tímabilið og fari til Englands. „Ef ég væri 60-65 ára gam­all hefði ég ekki farið héðan, en mér finnst ég vera of ung­ur. Ég þarf á nýrri áskor­un að halda," sagði Guar­di­ola.

Gerrard hefur sjálfur í hyggju að snúa sér að þjálfun hjá Liverpool eftir næsta tímabil. Hann veit þó að það er ekki það sama að vera góður leikmaður og góður þjálfari. „Ég held að ástæðan fyrir því að margir frábærir leikmenn verði ekki góðir stjórar sé sú að þetta er allt annað hlutverk,“ sagði Gerrard.

mbl.is