United staðfestir komu Januzaj

Adnan Januzaj á leið aftur á Old Trafford.
Adnan Januzaj á leið aftur á Old Trafford. AFP

Manchester United hefur staðfest að belgíski landsliðsmaðurinn Adnan Januzaj muni snúa aftur til félagsins nú þegar í stað eftir að United og Dortmund komust að samkomulagi rifta lánsamningi félaganna.

Januzaj var lánaður til þýska liðsins Borussia Dortmund í haust og gilti lánsamningurinn út leiktíðina. Belginn hefur hins vegar lítið fengið að spreyta sig. Hann hefur aðeins komið við sögu í sex leikjum af 17 leikjum liðsins í deildinni. Í öllum leikunum kom hann inná sem varamaður.

mbl.is