Algjör uppgjöf (myndskeið)

Shelvey spyrnir að marki Oxford í leiknum í dag.
Shelvey spyrnir að marki Oxford í leiknum í dag. AFP

Samherji Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Swansea, Jonjo Shelvey, jók ekki vinsældir sínar hjá stuðningsmönnum félagsins í tapleiknum gegn Oxford í ensku bikarkeppninni í dag. 

Tap Swansea gegn D-deildarliðinu þykir fremur neyðarlegt en gengi Swansea hefur verið slæmt í allan vetur. Gary Monk var rekinn úr stjórastól félagsins 9. desember og liðið er í 17. sæti úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

Swansea var 3:2 undir gegn Oxford í dag og þurfti eitt mark til að knýja fram annan leik þegar Shelvey virðist einfaldlega hafa gefist upp. Leikmenn Oxford léku sér með knöttinn fyrir utan vítateig Swansea og Shelvey fylgdist niðurlútur með.

Eftir leik reifst Shelvey síðan við stuðningsmenn Swansea. Hann hefur ekki náð sér á strik í síðustu leikjum og hefur verið orðaður við brottför frá Swansea, til Newcastle.

Myndskeið af uppgjöf Shelvey má sjá hér að neðan:

mbl.is