Leikjum frestað á Englandi vegna frosts

Eggert Gunnþór Jónsson, til hægri, í leik með Fleetwood.
Eggert Gunnþór Jónsson, til hægri, í leik með Fleetwood. Ljósmynd/Fleetwoodtownfc.com

Búið er að fresta nokkrum kappleikjum á Englandi í knattspyrnu vegna hressilegs frosts, sem hefur gert suma velli gaddfreðna og óleikhæfa.

Um er að ræða leiki í neðri deildunum, en meðal annars er leikur Eggerts Gunnþórs Jónssonar og félaga hjá Fleetwood gegn Rochdale í C-deildinni frestað vegna frosts. Þá hefur verið frestað leik Accrington og Portsmouth sömuleiðis vegna gaddfreðins vallar.

Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig völlurinn hjá Rochdale lítur út, en þar átti Eggert Gunnþór að spila.

mbl.is