Ganamaður á leið til Leicester

Claudio Ranieri knattspyrnustjóri Leicester.
Claudio Ranieri knattspyrnustjóri Leicester. AFP

Daniel Amartey landsliðsmaður Gana í knattspyrnu er á leið til enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City.

Danska liðið FC Köbenhavn greinir frá því í dag að félagið hafi komist að samkomulagi við Leicester um félagaskiptin. Amartey er 21 árs gamall sem leikið hefur með FC Köbenhavn frá árinu 2014 en hann kom til liðsins frá sænska liðinu Djurgården. Hann á að baki 6 leiki með landsliði Gana en Amartey er öflugur miðjumaður sem hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu með Kaupmannahafnarliðinu.

mbl.is