Nolan orðinn spilandi stjóri

Kevin Nolan í baráttu við Gylfa Þór Sigurðsson í leik …
Kevin Nolan í baráttu við Gylfa Þór Sigurðsson í leik West Ham og Swansea. AFP

Knattspyrnumaðurinn reyndi Kevin Nolan sem síðast lék með West Ham var í dag ráðinn knattspyrnustjóri Leyton Orient og verður hann jafnframt leikmaður liðsins.

Nolan er 33 ára  gamall og lék með West Ham í fjögur ár en hann hætti hjá félaginu í haust eftir að hafa spilað tvo leiki í úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Áður lék hann með Newcastle og Bolton og á samtals 523 leiki að baki í ensku deildakeppninni, þar sem hann hefur skorað 99 mörk. 

Lið Leyton Orient er frá London, og er næsti nágranni West Ham í austurhluta borgarinnar. Liðið leikur í D-deildinni, eftir að hafa fallið í fyrra, og er þar í 11. sæti af 24 liðum, þremur stigum frá umspilssæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert