Mourinho vill þessa þrjá á Old Trafford

Jose Mourinho.
Jose Mourinho. AFP

José Mourinho er þegar byrjaður að undirbúa líf sitt hjá Manchester United en flest bendir til þess að Portúgalinn taki við stjórastarfinu af Louis van Gaal í sumar.

Mourinho er sagður vera búinn að skrifa niður á blað nöfn þriggja leikmanna sem eru efstir á óskalistanum en það eru Gonzalo Higuain framherji Napoli, James Rodriguez miðjumaður úr Real Madrid og Alvaro Morata framherji Ítalíumeistara Juventus.

mbl.is