Bournemouth kært vegna lyfjamála

Leikmenn Bournemouth mótmæla.
Leikmenn Bournemouth mótmæla. AFP

Enska knattspyrnufélagið Bournemouth hefur verið kært af knattspyrnusambandinu þar í landi fyrir að mistakast að senda sambandinu gögn um hvar leikmenn liðsins æfa og hvar þeir eru staðsettir utan æfingatíma, svo hægt sé að kalla þá í lyfjapróf á öllum stundum.

Bournemouth hefur nú mistekist að koma réttum upplýsingum til skila í þrígang og því hefur sambandið tekið upp á að kæra félagið. 

Manchester City var kært fyrir svipað atvik í síðasta mánuði og var félaginu dæmt að borga sekt upp á 35.000 pund. 

mbl.is