Hafa ekki skorað síðan á gamlársdag

Islam Slimani, til hægri.
Islam Slimani, til hægri. AFP

Englandsmeistarar Leicester City sem taka á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld er eina liðið í fimm efstu deildunum á Englandi sem ekki hefur skorað mark í deildakeppninni á árinu 2017.

Leicester hefur tapað fimm deildarleikjum í röð án þess að skora mark en sá síðasti til að skora fyrir liðið í deildinni var Islan Slimani þegar hann tryggði Leicester 1:0 sigur á móti West Ham á 20. mínútu í leik liðanna á gamlársdag.

Eftir úrslit helgarinnar eru meistararnir komnir í fallsæti og þurfa sigur gegn Liverpool í kvöld til að komast upp úr því.

mbl.is