Aðeins einn með hærri laun en Gylfi

Gylfi Þór Sigurðsson er á fínu kaupi.
Gylfi Þór Sigurðsson er á fínu kaupi. AFP

Dailystar birti í dag lista yfir launahæstu leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Swansea City. Gylfi Þór Sigurðsson er með 70.000 pund í vikulaun samkvæmt fréttinni, sem eru tæpar tíu milljónir króna. 

Spænski framherjinn Fernando Llorente er sá eini sem er með hærri laun en Gylfi, en hann fær fimm þúsund pundum meira á viku en okkar maður. 

Jordan Ayew og markmaður liðsins, Lukasz Fabianski, eru í 3. og 4. sæti listans með 50 þúsund pund á viku.

mbl.is