Martial ekki á förum frá Man. Utd

Anthony Martial er ekki á förum frá Manchester United.
Anthony Martial er ekki á förum frá Manchester United. AFP

Anthony Martial, leikmaður Manchester United er ekki á förum frá félaginu, en hann hefur verið orðaður við félög eins og Sevilla undanfarið. Hann segist vilja vera áfram í Manchester vegna stuðningsmanna félagsins. 

„Það er mjög sérstakt að vera hérna vegna stuðningsmannanna, þeir hafa verið ótrúlega góðir við mig. Þeir láta mér líða eins og ég sé heima hjá mér og þess vegna vill ég vera áfram hjá félaginu."

Martial hefur skorað sjö mörk á leiktíðinni og hefur hann orðið mikilvægari hlekkur í lið Manchester United, eftir því sem hefur liðið á leiktíðina.

mbl.is