Chelsea blandar sér í baráttuna

Alex Oxlade-Chamberlain gæti yfirgefið Arsenal.
Alex Oxlade-Chamberlain gæti yfirgefið Arsenal. AFP

Englandsmeistarar Chelsea hafa blandað sér í baráttuna um Alex Oxlade-Chamberlain, leikmann Arsenal. Það er Sky Sports sem greinir frá þessu í dag. Chamberlain á eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal og hefur hann enn ekki fengið nýtt samningstilboð frá félaginu. 

Heimildir Sky herma að Oxlade-Chamberlain sé orðinn þreyttur og pirraður á hve illa gengur að bjóða honum nýjan samning og hann sé því opinn fyrir því að færa sig um set. 

mbl.is