N'jie til Marseille

N'jie (vinstri) fagnar með liðsherjum sínum í leik Marseille fyrr ...
N'jie (vinstri) fagnar með liðsherjum sínum í leik Marseille fyrr á árinu. AFP

Sóknarmaðurinn Clinton N‘jie er á förum frá Tottenham. Hann hefur gengið frá samningi við franska fyrstudeildarliðið Marseille. N‘jie var á láni hjá Marseille á síðasta tímabili þar sem hann skoraði fjögur mörk.

N‘jie er 23 ára gamall og er frá Kamerún en hann hefur leikið með A-landsliðinu frá árinu 2014.

mbl.is