Ronaldo ekki til Manchester United

Cristiano Ronaldo og Aron Einar Gunnarsson í leik Portúgals og ...
Cristiano Ronaldo og Aron Einar Gunnarsson í leik Portúgals og Íslands á EM í Frakklandi síðasta sumar.

Knattspyrnustjóri Manchester United, Jose Mourinho, segir engar líkur á að Ronaldo snúi aftur til félagsins. Ronaldo er 32 ára og leikur með Real Madrid en hann fór frá enska liðinu árið 2009 eftir að hafa leikið með því í sex ár.

„Við höfum ekki hugsað um það því hann er of mikilvægur leikmaður fyrir klúbbinn og verðmætur. Við höfum ekki fundið neina ástæðu fyrir að Ronaldo gæti farið. Ég ætla ekki að eyða tíma mínum í að hugsa um leikmenn sem eru engar líkur á að fá,“ sagði Mourinho.

Manchester United hefur styrkt leikmannahóp sinn í sumar, en Victor Lindelof og Romelu Lukaku hafa gengið til liðs við félagið.

mbl.is