Gouffran farinn frá Newcastle

Yoan Gouffran.
Yoan Gouffran. AFP

Franski sóknarmaðurinn Yoan Gouffran hefur yfirgefið Newcastle United og leikur ekki með liðinu í ensku úrvalsdeildinni á komandi leiktíð.

Gouffran, sem er 31 árs gamall, gekk í raðir tyrkneska liðsins Goztepe Spor Kulubu í dag. Hann kom til Newcastle frá franska liðinu Bourdeux árið 2013 og skoraði 19 mörk í rúmlega 140 leikjum með liði Newcastle.

mbl.is