Rooney bætti met með marki sínu

Wayne Rooney skorar sigurmark Everton gegn Stoke City í dag.
Wayne Rooney skorar sigurmark Everton gegn Stoke City í dag. AFP

Sigurmarkið sem Wayne Rooney skoraði fyrir Everton gegn Stoke City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í endurkomu sinni á uppeldisstöðvar sínar á Goodison Park í dag varð til þess að hann bætti annað met sitt í einum og sama leiknum.

Eins og mbl.is greindi frá í frétt sinni fyrr í dag hefur ekki liðið lengri tími á milli leikja hjá sama félaginu hjá neinum leikmanni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla og hjá Wayne Rooney fyrir uppeldisfélag sitt, Everton.

Enn fremur hefur ekki liðið jafn langur tími á milli marka hjá neinum leikmanni fyrir sama félag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla og milli markanna hjá Rooney fyrir Everton fyrir 13 árum annar vegar og hins vegar í dag, en 4869 dagar liðu á milli þessara marka hans.

mbl.is