Pogba úr leik næstu vikurnar

Paul Pogba á Old Trafford í gærkvöld.
Paul Pogba á Old Trafford í gærkvöld. AFP

Paul Pogba, miðjumaðurinn sterki í liði Manchester United, verður frá keppni næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann hlaut í leiknum gegn Basel í Meistaradeildinni í gærkvöld.

Pogba, sem var fyrirliði Manchester-liðsins í gær, tognaði aftan í læri og haltraði af velli eftir 18 mínútna leik.

„Ég veit ekki en af minni reynslu þá koma svona meiðsli í veg fyrir að þú spilir næstu vikurnar,“ sagði José Mourinho, knattspyrnustjóri United, eftir leikinn.

Manchester United fær Gylfa Sigurðsson og félaga í Everton í heimsókn í deildinni á sunnudaginn.

mbl.is