Fyrrum United-maður nú liðsfélagi Jóhanns

Anders Lindegaard.
Anders Lindegaard. AFP

Burnley, lið Jóhanns Bergs Guðmundssona í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, tilkynnti í morgun að félagið hefði samið við Anders Lindegaard út yfirstandandi tímabil.

Lindegaard er fyrrum landsliðsmarkvörður Danmerkur og var í fimm ár á mála hjá Manchester United og vann meðal annars Englandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili Sir Alex Ferguson með liðið vorið 2013. Hann fór síðar til West Brom og síðar Preston.

Lindegaard er 33 ára gamall og á að fylla skarð Tom Heaton sem meiddist alvarlega á dögunum og verður frá næstu mánuði. Hann var án félags eftir að hafa yfirgefið Preston í vor en hafði æft með Burnley að undanförnu.

mbl.is