Mourinho sleppur við refsingu

José Mourinho gengur af vellinum eftir að hafa verið vikið ...
José Mourinho gengur af vellinum eftir að hafa verið vikið af varamannbekknum. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, sleppur við leikbann en hann var rekinn af varamannabekknum í leik liðsins gegn Southampton á St. Marys á laugardaginn.

Undir lok leiksins var Mourinho rekinn af bekknum eftir að hafa farið út fyrir boðvanginn og stigið inn á völlinn.

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins tók málið fyrir í morgun eftir að farið yfir skýrslu dómarans og ákvað að aðhafast ekkert frekar í málinu.

mbl.is