Zlatan og Pogba í leikmannahópi United

Pogba og Zlatan eru klárir í slaginn.
Pogba og Zlatan eru klárir í slaginn. AFP

Zlatan Ibrahimovic og Paul Pogba verða í leikmannahópi Manchester United þegar liðið tekur á móti Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á morgun.

Þetta staðfesti José Mourinho knattspyrnustjóri United á vikulegum fréttamannafundi í morgun. Pogba hefur verið frá keppni síðustu tvo mánuðina og Zlatan hefur ekkert spilað síðan hann meiddist alvarlega á hné í leik með Manchester-liðinu í apríl.

Spurður á fréttamannafundinum hvort Zlatan geti spilað við hlið Romelu Lukaku í framlínunni sagði Mourinho; „Það er auðvelt. Góðir leikmenn geta spilað saman.“

Það eru fleiri góð tíðindi í herbúðum Manchester United því argentínski varnarmaðurinn Marcos Rojo er orðinn heilsu og er klár í slaginn eins og þeir Zlatan og Pogba.

mbl.is