Úrslitin mikil vonbrigði

Wayne Rooney.
Wayne Rooney. AFP

Wayne Rooney var daufur í dálkinn þegar hann ræddi við fréttamenn eftir 5:1 tap Everton gegn Atalanta í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld.

„Það var engu að keppa fyrir okkur nema stoltið. Það er ekki gaman að tapa og þessi úrslit voru mikil vonbrigði. Við eigum allir sök á slöku gengi liðsins og auðvitað hafa orðið breytingar hvað þjálfaramálin varðar. Nú skiptir öllu að við förum að ná í stig í deildinni og færa okkur ofar á töflunni,“ sagði Rooney eftir leikinn en hann bar fyrirliðabandið í kvöld.

Everton hefur ekki orðið ágengt að finna nýjan knattspyrnustjóra eftir að Ronald Koeman var rekinn frá félaginu fyrir mánuði síðan. David Unswoth var ráðinn tímabundið stjóri liðsins en úrslitin í síðustu leikjum sýna að honum hefur ekki tekist vel upp.

„Þetta er í höndum stjórnarinnar að ákveða hvað skal gera. Frá því Unsworth kom hefur andrúmsloftið verið frábært og við höfum náð í úrslit en stjórnin þarf að taka ákvörðun og ég viss um að hún er að vinna í því.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert