Tekur Giggs við Wales?

Ryan Giggs.
Ryan Giggs. AFP

Ryan Giggs, fyrrverandi leikmaður Manchester United og velska landsliðsins í knattspyrnu, ræddi við forráðamenn velska knattspyrnusambandsins í dag um möguleika á að hann taki við þjálfun landsliðsins.

Walesverjar eru á höttunum eftir nýjum landsliðsþjálfara eftir að Chris Coleman sagði starfi sínu lausu í nóvember þegar ljóst varð að Wales tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitakeppni HM í Rússlandi næsta sumar.

Giggs, sem lék 64 landsleiki fyrir Wales, er einn þeirra sem koma til greina í starfið en eftir að hann hætti að spila með Manchester United var hann aðstoðarmaður Louis van Gaal hjá Manchesterliðinu tvö tímabil og stýrði svo liðinu í nokkrar vikur eftir að Van Gaal var rekinn.

„Ég er auðvitað áhugasamur. Ég hef spilað fyrir Wales og ég hef sagt að ég vilji fara aftur út í þjálfun,“ sagði Giggs í viðtali við fjölmiðla í síðasta mánuði.

mbl.is