Stjórinn hrósaði Birki

Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason. Ljósmynd/twitter

Steve Bruce, knattspyrnustjóri Aston Villa, hrósaði Birki Bjarnasyni fyrir frammistöðuna eftir 1:0-útisigur liðsins gegn Nottingham Forest í ensku B-deildinni á laugardagskvöldið. Birkir lék allan seinni hálfleikinn á miðjunni og fékk góða umsögn.

„Ég var mjög ánægður með hann. Ég vildi sjá hvort hann gæti spilað í þessari stöðu og hann gerði það vel. Ég var ánægður fyrir hans hönd því hlutirnir hafa ekki gengið eins vel hjá honum og við vildum frá því hann kom,“ sagði Bruce eftir leikinn.

Birkir hefur verið orðaður við lið á Ítalíu en umboðsmaður hans var sagður hafa verið á Ítalíu í síðustu viku. Í ítölskum fjölmiðlum var hann orðaður við A-deildarliðið SPAL og B-deildarliðið Parma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert