Er pirraður og reiður

Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, mátti horfa upp á lærisveina sína tapa fyrir botnliði Swansea í kvöld eftir að hafa lagt topplið Manchester City í síðustu umferð.

„Ég er pirraður og reiður vegna þess að þetta var ekki góður leikur af okkar hálfu. Við töpuðum honum í fyrri hálfleik. Við gerðum ekki það sem við vildum gera. Það hefur ekkert gerst svo oft svo ég bjóst ekki við þessu. Ég er alveg undrandi,“ sagði Klopp en fyrir leikinn í kvöld hafði Liverpool ekki tapað 14 deildarleikjum í röð og 19 í öllum keppnum.

„Við pressuðum þá stíft undir lokin en ekki nóg til þess að skora. Á síðustu andartökum leiksins vorum við óheppnir en eitt stig hefði samt verið slæm úrslit fyrir okkur. Swansea er að berjast fyrir lífi sínu og það var ekki vandamálið fyrir okkur heldur áttum við í vandræðum með sóknarleikinn. Við verðum að læra af þessu. Strákarnir hafa staðið sig vel síðustu vikurnar en það hjálpaði okkur ekki í kvöld,“ sagði Klopp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert