Glæsilegar vörslur hjá De Gea (myndskeið)

David de Gea markvörður Manchester United.
David de Gea markvörður Manchester United. AFP

David de Gea markvörður Manchester United sýndi það og sannaði í leiknum gegn Sevilla í Meistaradeildinni að hann er einn af bestu og ef ekki sá besti markvörður heimsins í dag.

Á meðfylgjandi myndskeiði frá nýrri YouTube síðu Manchester United sem hleypt var af stokkunum í dag má sjá margar glæsilegar vörslur frá Spánverjanum.

Sjá myndskeiðið hér

mbl.is