Með gott tak á þeim ensku í útslættinum

Leikmenn Sevilla fagna á Old Trafford í gærkvöld.
Leikmenn Sevilla fagna á Old Trafford í gærkvöld. AFP

Sigur Sevilla gegn Manchester United í Meistaradeildinni á Old Trafford í gærkvöld var fyrsti sigur hjá spænsku liði gegn ensku í Meistaradeildinni í níu tilraunum á þessu tímabili.

Spænsku liðin hafa hins vegar haft gott tak á þeim ensku þegar komið er út í útsláttarkeppni í Meistaradeildinni. Í síðustu 18 rimmum hafa spænsku liðin 14 sinnum komist áfram.

Á síðustu árum eru það bara Chelsea, Liverpool, Arsenal og Leicester City sem hafa haft betur gegn spænskum liðum í útsláttarviðureignum í Meistaradeildinni.

mbl.is