Liverpool alls ekki líklegri aðilinn

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. AFP

Liverpool er alls ekki líklegri aðilinn gegn Manchester City í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, ef marka má orð Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool. Liverpool er eina liðið sem hefur unnið City í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. 

Liðin voru dregin saman í átta liða úrslitin í dag og verður það í fyrsta skipti sem ensk lið mætast í undanúrslitum síðan árið 2011. 

„Við erum alls ekki líklegri í þessari umferð, en í átta liða úrslitum þá er annað liðið sjaldnast líklegra en hitt. Ég bjóst ekki við neinu sérstöku í drættinum og ég óskaði ekki eftir neinu. Það er hins vegar svalt að við séum að spila við lið frá sama landi. Þetta er sennilega draumadráttur fyrir stuðningsmenn Manchester United,“ sagði Klopp léttur. 

„Þetta verður mjög erfitt, en góðu fréttirnar eru þær að þetta verður líka erfitt fyrir City,“ bætti Þjóðverjinn við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert