Salah markahæstur í Evrópu

Mohamed Salah fagnar einu af mörkum sínum í gær.
Mohamed Salah fagnar einu af mörkum sínum í gær. AFP

Mohamed Salah, sóknarmaðurinn frábæri í liði Liverpool, er ekki bara orðinn markahæstur í ensku úrvalsdeildinni heldur er hann sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk allra í fimm stærstu deildunum í Evrópu.

Egyptinn fór á kostum í 5:0 sigri Liverpool gegn Watford á Anfield í gær en hann skoraði fjögur mörk og er markahæstur í deildinni með 28 mörk og hefur skorað 36 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni.

Þessir eru markahæstir í fimm stærstu deildunum:

36 - Mohamed Salah, Liverpool

35 - Harry Kane, Tottenham

34 - Lionel Messi, Barcelona

34 - Cirono Immobile, Lazio

33 - Edison Cavani, Paris SG

33 - Cristiano Ronaldo, Real Madrid

32 - Robert Lewandowski, Bayern München

30 - Sergio Agüero, Manchester City

28 - Neymar, Paris SG

mbl.is