Manchester City Englandsmeistari

Meistarar.
Meistarar. AFP

Manchester City er enskur meistari í knattspyrnu tímabilið 2017-18! Þetta varð ljóst rétt í þessu þegar erkifjendurnir í Manchester United töpuðu 1:0 á móti WBA, neðsta liði deildarinnar, á Old Trafford.

Manchester City er með 87 stig eftir 33. umferðir, en Manchester United er í 2. sæti með 71 stig, 16 stigum á eftir meisturunum. Fimm umferðum er ólokið.

Pep Guar­di­ola, knattspyrnustjóri City, er á golf­vell­inum með syni sín­um og fylgdist því ekki með leiknum. „Það eina sem ég ætla að telja eru skoll­ar og fugl­ar. Ég held að United vinni leik­inn. Við treyst­um á okk­ur sjálfa. Hlusta ég eft­ir stöðunni? Skolli, skrambi og fugl verður það eina sem ég fylg­ist með,“ sagði Guardiola við enska fjölmiðla.

Frammistaða Manchester City hefur verið umtöluð í allan vetur. Liðið þykir leika stórskemmtilega knattspyrnu, en síðasta vika, þar sem liðið datt út úr Meistaradeild Evrópu á móti Liverpool og tapaði 3:2 fyrir Manchester United, reyndist liðinu erfið. City náði sér þó á strik að nýju gegn Tottenham á Wembley í gær, þar sem liðið bar sigurorð af heimamönnum, 3:1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert