Bjartsýnir á að fá Alderweireld

Toby Alderweireld í leik gegn Bournemouth í vetur.
Toby Alderweireld í leik gegn Bournemouth í vetur. AFP

Bjartsýni ríkir hjá Manchester United um fá belgíska miðvörðinn Toby Alderweireld til liðs við sig frá Tottenham í sumar.

Tottenham ku vera reiðubúið að selja Belgann. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum við Lundúnaliðið en Alderweireld og forráðamenn Tottenham hafa ekki náð samkomulagi um nýjan samning.

Líklegt er að verðmiðinn á Alderweireld verði á bilinu 40-50 milljónir punda og hyggst Tottenham nota fjárhæðina til að kaupa hollenska varnarmanninn Matthijs de Ligt sem leikur með Ajax í Hollandi.

United reyndi fyrr á þessu ári að fá Alderweireld til liðs við sig en án árangurs. Alderweireld var mikið frá á nýafstaðinni leiktíð vegna meiðsla og náði aðeins að vera 13 sinnum í byrjunarliði Tottenham.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert