Lukaku tæpur fyrir bikarúrslitaleikinn

Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku. AFP

Það ríkir enn óvissa með þátttöku Romelu Lukaku, framherja Manchester United, í bikarúrslitaleiknum gegn Chelsea á Wembley á morgun.

Lukaku verður prófaður í fyrramálið en þar verður látið á það reyna hvort hann sé klár í slaginn að mæta sínum gömlu félögum en Belginn stóri og stæðilegi hefur verið að glíma við meiðsli í ökkla frá því hann meiddist í leiknum gegn Arsenal fyrir hálfum mánuði síðan.

Franski sóknarmaðurinn Anthony Martial er hins vegar klár í slaginn en hann varð fyrir minniháttar hnémeiðslum fyrir leikinn gegn Watford í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi.

Manchester United stefnir á að vinna ensku bikarkeppnina í 13. sinn en Arsenal er það lið sem oftast hefur unnið bikarinn eða 13 sinnum. Chelsea hefur unnið ensku bikarkeppnina sjö sinnum.

 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert