Chelsea gæti þurft að selja Hazard

Þarf Chelsea að losa sig við Eden Hazard?
Þarf Chelsea að losa sig við Eden Hazard? AFP

Chelsea gæti þurft að selja Eden Hazard til að fjármagna kaup á öðrum knattspyrnumönnum, ætli félagið sér að etja kappi við Manchester United og City á leikmannamarkaðinum.

Þetta segir fyrrverandi aðstoðarþjálfari Chelsea, Steve Clark, en Hazard, sem skoraði sigurmarkið í úrslitaleik enska bikarsins í gær, á tvö ár eftir af samningi sínum hjá félaginu.

„Chelsea þarf að endurnýja leikmannahópinn sinn, liðið var ekki nógu gott í ár. Forráðamanna Chelsea bíður mikil vinna í sumar og þeir gætu þurft að selja Hazard til að fjármagna ný kaup,“ sagði Clark en Thibaut Courtois, markvörður Chelsea, virðist vera sammála honum.

„Þú sérð hvernig Manchester City og Chelsea eyða í leikmenn. Ef við stefnum á toppinn þá þurfum við kannski að gera það sama,“ sagði Belginn sem á eitt ár eftir af samningi sínum.

„Við sjáum til eftir heimsmeistaramótið hvort ég verð leikmaður Chelsea á næsta tímabili.“

mbl.is