Cardiff bíður eftir svari frá Aroni Einari

Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. Ljósmynd/Cardiff City

Cardiff City, sem á dögunum tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur boðið landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni og Junior Hoilett nýja samninga við félagið.

Reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir í vikulokin að því er fram kemur í á vef WalesOnline en núgildandi samningur Arons Einars við Cardiff rennur út í sumar.

Neil Warnock knattspyrnustjóri Cardiff lét hafa eftir sér í vor að reiknaði ekki með því að Aron Einar yrði áfram hjá félaginu ef því tækist ekki að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni en þegar liðið tryggði sér úrvalsdeildarsætið sagðist Warnock bjartsýnn á að halda Aroni sem hefur spilað með liðinu undanfarin sjö ár.

mbl.is