Rooney á leið í læknisskoðun

Wayne Rooney.
Wayne Rooney. AFP

Wayne Rooney gengst undir læknisskoðun hjá bandaríska liðinu DC United í vikunni en hann er væntanlegur til Washington á morgun að því er fram kemur í Washington Post í dag.

Washington Post greinir frá því að DC United og Everton hafi náð samkomulagi um félagaskiptin og að Rooney sé búinn að samþykkja tilboð bandaríska liðsins.

Rooney, sem er 32 ára gamall, á eitt ár eftir af samningi sínum við Everton en hann gekk í raðir uppeldisfélags síns í fyrrasumar frá Manchester United sem hann lék með frá árinu 2004. Rooney kom við sögu í 40 leikjum með Everton á nýafstaðinni leiktíð og endaði sem markakahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með 11 mörk.

mbl.is