Ljungberg snýr aftur til Arsenal

Freddie Ljungberg hefur verið ráðinn þjálfari U23 ára liðs Arsenal.
Freddie Ljungberg hefur verið ráðinn þjálfari U23 ára liðs Arsenal. Ljósmynd/Arsenal

Freddie Ljungberg hefur snúið aftur til enska knattspyrnufélagsins Arsenal en hann spilaði með liðinu á árunum 1998 til 2007. Ljungberg mun þjálfa U23 ára lið félagsins en þetta staðfesti Arsenal á heimasíðu sinni. 

Ljungberg spilaði 216 leiki fyrir Arsenal á sínum tíma þar sem hann skoraði 46 mörk. Hann var afar vinsæll hjá stuðningsmönnum Arsenal en Svíinn öflugi hefur búið í London, undanfarin ár. Þá spilaði hann 75 landsleiki fyrir Svíþjóð þar sem hann skoraði 14 mörk.

mbl.is