David Luiz til Arsenal?

David Luiz er orðaður við Arsenal í dag.
David Luiz er orðaður við Arsenal í dag. AFP

David Luiz, varnarmaður enska knattspyrnufélagsins Chelsea, er í dag orðaður við Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Franski miðillinn Le10Sport greinir frá því að Unai Emery, nýráðinn knattspyrnustjóri Arsenal, íhugi nú að leggja fram tilboð í leikmanninn.

Framtíð Luiz hjá Chelsea er í óvissu en hann fékk lítið að spila með liðinu á seinni hluta síðasta tímabils en hann gerði sig sekan um slæm mistök í leik Chelsea og Roma í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í október. Óvíst er hvort Antonio Conte verði áfram knattspyrnustjóri Chelsea á næstu leiktíð en ef Conte verður áfram er talið næsta víst að Luiz fari.

Unai Emery lagði mikið kapp á að halda Luiz hjá PSG á sínum tíma þegar hann tók við liðinu árið 2016. Franska félagið ákvað hins vegar að selja hann til Chelsea sumarið 2016 og þeir unnu því aldrei saman hjá félaginu.

mbl.is