Shaqiri orðinn leikmaður Liverpool

Xherdan Shaqiri er orðinn leikmaður Liverpool.
Xherdan Shaqiri er orðinn leikmaður Liverpool. Ljósmynd@LFC

Svissneski knattspyrnumaðurinn Xherdan Shaqiri er orðinn leikmaður Liverpool. Hann skrifaði undir fimm ára samning við félagið í kvöld. Liverpool borgar Stoke um 13,5 milljónir punda fyrir sóknarmanninn.

Shaqiri hafði verið í herbúðum Stoke síðan árið 2015, en enska félagið keypti hann af Inter á Ítalíu. Shaqiri var markahæsti leikmaður Stoke á síðustu leiktíð með átta mörk, en hann gat ekki komið í veg fyrir að liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni. Hann var hluti af svissneska landsliðinu sem komst í 16-liða úrslit á HM í Rússlandi. 

„Sem leikmaður viltu alltaf spila á stærsta sviðinu. Ég vildi fara til Liverpool fyrir nokkrum árum en það gekk ekki eftir. Ég er ánægður núna og ég vil vinna titla með bestu leikmönnunum. Þetta er risastórt félag, með magnaða sögu og glæsilegan stjóra," sagði Shaqiri í samtali við heimasíðu Liverpool. 

mbl.is