Áhugaverð leiktíð

Sergio Agüero og liðsfélagar hans í Manchester City eru ríkjandi …
Sergio Agüero og liðsfélagar hans í Manchester City eru ríkjandi Englandsmeistarar. AFP

Biðin langa eftir því að enska úrvalsdeildin í knattspyrnu fari af stað á nýjan leik tekur á enda í kvöld þegar Manchester United tekur á móti Leicester City á Old Trafford. Um helgina fara síðan hinir níu leikirnir í fyrstu umferðinni fram víðsvegar um Bretlandseyjar. Þetta keppnistímabil kemur til með að vera áhugavert fyrir margra hluta sakir. Eins og gengur og gerist hafa orðið töluverðar sviptingar í leikmannahópum og þjálfaraliði margra félaga.

Miklar breytingar hjá Chelsea og Arsenal

Af þeim liðum sem koma til með að berjast í efri hluta deildarinnar hafa orðið hvað mestar breytingar hjá Chelsea og Arsenal. Chelsea rak í sumar hinn sigursæla Antonio Conte, sem vann deildina 2017 og FA bikarinn 2018, og réði í hans stað Maurizio Sarri, fyrrverandi stjóra Napoli. Þrátt fyrir að Conte og Sarri séu samlandar spila lið þeirra gerólíka knattspyrnu. Lið Conte liggja oftar en ekki aftarlega á vellinum og gera það sem þarf til þess að vinna á meðan Sarri vill pressa framarlega og spila áferðarfallega knattspyrnu. Hvernig þessi umbreyting á eftir að ganga á eftir að koma í ljós en það er ekki ólíklegt að hún muni taka einhvern tíma.

Það hafa líka orðið töluverðar breytingar á leikmannahópnum. Chelsea hefur selt Thibaut Courtois til Real Madrid og fékk í hans stað Kepa Arrizabalga frá Atletic Bilbao sem var keyptur á 72 miljónir punda sem er það mesta sem borgað hefur verið fyrir markmann. Félagið fékk líka til sín Jorginho, sem var hjá Sarri hjá Napoli, og Mateo Kovacic frá Real Madrid sem kemur að láni. Tilkoma þeirra kemur til með að styrkja miðju Chelsea töluvert og henta auk þess þeim leikstíl sem Sarri vill nota.

Umfjöllunina í heild sinni má sjá í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert