„Ef ég tjái mig verð ég sektaður“

Paul Pogba í leiknum á móti Leicester.
Paul Pogba í leiknum á móti Leicester. AFP

Franski heimsmeistarinn Paul Pogba segist ekki geta sýnt sínar bestu hliðar á knattspyrnuvellinum nema hann sé ánægður og líði vel. 

„Ef þú ert ekki ánægður þá geturðu ekki sýnt þínar bestu hliðar. Ég get ekki tjáð mig um allt vegna þess að þá verð ég sektaður. Ég hef enn ánægju af því að spila fótbolta en eins og ég segi að þegar þú ert sjálfsöruggur og andlega hliðin í lagi þá verður þetta auðveldara,“ sagði Pogba við BBC en hann hefur í sumar verðið mjög til umfjöllunnar í breskum fjölmiðlum og var talið að hann myndi hafa félagaskipti frá Manchester United til Barcelona. 

Frá því síðasta vetur hefur verið talið að samstarf hans og knattspyrnustjórans José Mourinho gangi illa en Pogba bar þó fyrirliðabandið í fyrsta leik United í deildinni á nýju tímabili gegn Leicester á föstudag. „Ég hef alltaf elskað félagið (United). Ég var í unglingaakademíunni og spilaði síðar fyrir aðalliðið. Þar rættist draumur minn.“

mbl.is