Allardyce kennir Emery um tap Arsenal

Sam Allardyce, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everon og enska landsliðsins.
Sam Allardyce, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everon og enska landsliðsins. AFP

Fyrrverandi knattspyrnustjóri enska landsliðsins í knattspyrnu, Sam Allardyce, er af gamla skólanum og er ekki mikill aðdáandi þess að spila boltanum út frá marki. Eftir leik Manchester City og Arsenal um helgina lét Allardyce hafa eftir sér að leikaðferð Unai Emery hafi verið heimskuleg:

„Þetta var þjálfaranum að kenna. Hvað gerir Manchester City? Þeir pressa og pressa. Hvers vegna ertu þá að spila út úr vörninni?“ 

„Þú getur ekki þröngvað þessari leikaðferð fram í þessu landi. Við erum komin með þráhyggju fyrir því að spila út frá markmanni. Það er algert rugl að spila þannig alltaf.“ 

Þegar Allardyce var minntur á að Englandsmeistarar Manchester City hafi einmitt spilað með þeim hætti sagði hann: „Þegar þú ert með besta liðið getur þú það.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert