Ragnar á leið til Cagliari

Ragnar Klavan er á förum til Ítalíu.
Ragnar Klavan er á förum til Ítalíu. AFP

Ítalska knattspyrnufélagið Cagliari hefur mikinn áhuga á því að fá Ragnar Klavan, varnarmann Liverpool, til liðs við sig en það er Sky Sports sem greinir frá þessu. Klavan hefur færst aftar í goggunarröðina á Anfield eftir komu Virgil Van Dijk til félagsins í janúar og er Liverpool sagt tilbúið að losa sig við hann.

Klavan er orðinn 32 ára gamall en hann kom til Liverpool árið 2016 og hefur spilað tæplega 50 leiki fyrir félagið í öllum keppnum. Þá er hann fastamaður í eistneska landsliðinu og á hann að baki 124 landsleiki fyrir Eistland.

Sky greinir frá því að Cagliari, sem hafnaði í sextánda sæti ítölsku A-deildarinnar á síðustu leiktíð, sé að reyna fá Ragnar að láni en þá hafa enskir fjölmiðlar einnig greint frá því að Liverpool sé nú þegar búið að samþykkja 2 milljóna evra tilboð ítalska félagsins í leikmanninn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert