Lallana aftur kominn á sjúkralistann

Adam Lallana.
Adam Lallana. AFP

Adam Lallana leikmaður Liverpool hefur dregið sig út úr enska landsliðshópnum vegna meiðsla og hann mun því ekki taka þátt í leikjum Englendinga gegn Spánverjum og Svisslendingum.

Lallana glímir við meiðsli í nára og er farinn til Liverpool til frekari skoðunar hjá læknateymi liðsins. Hann er annar leikmaðurinn sem heltist úr leik vegna meiðsla en í gær dró Raheem Sterling leikmaður Englandsmeistara Manchester City sig út úr landsliðshópnum vegna bakmeiðsla.

Lallana var mikið frá á síðustu leiktíð vegna meiðsla en hann hefur verið í leikmannahópi Liverpool í fyrstu fjórum leikjum þess í ensku úrvalsdeildinni en aðeins fengið að spreyta sig í einum leik.

mbl.is