Meiðsli Lallana ekki alvarleg

Adam Lallana er ekki alvarlega meiddur.
Adam Lallana er ekki alvarlega meiddur. AFP

Adam Lallana, knattspyrnumaður hjá Liverpool, er ekki alvarlega meiddur. Miðjumaðurinn þurfti að draga sig úr landsliðshóp Englendinga á dögunum vegna meiðsla í nára. 

Enska landsliðið leikur gegn Spánverjum í þjóðadeildinni á laugardaginn kemur og vináttuleik við Sviss þremur dögum síðar og tekur Lallana ekki þátt í landsliðsverkefnunum vegna meiðslanna.

Hann verður hins vegar klár í útileik Liverpool gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn eftir viku. „Þetta eru smávægileg meiðsli á óheppilegum tíma. Sem betur fer er þetta ekki alvarlegt,“ sagði Lallana í samtali við Sky Sports. 

mbl.is