Moura og Gracia bestir í ágúst

Lucas Moura með viðurkenningu sína.
Lucas Moura með viðurkenningu sína. Ljósmynd/.premierleague.com

Brasilíumaðurinn Lucas Moura leikmaður Tottenham var í dag útnefndur besti leikmaður ágústmánaðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Moura var mjög öflugur í liði Tottenham sem vann alla þrjá leiki sína í ágúst en hann skoraði þrjú mörk í deildinni og þar af tvö mörk í 3:0-sigri Tottenham á móti Manchester United á Old Trafford.

Javi Gracia knattspyrnustjóri Watford var valinn stjóri mánaðarins en Watford hefur byrjað tímabilið með frábærum hætti. Watford hefur unnið alla fjóra leiki sína í deildinni og trónir á toppi deildarinnar ásamt Liverpool og Chelsea.

mbl.is